Lífið

Twin Peaks-stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
Peggy Lipton í hlutverki Normu Jennings í Twin Peaks.
Peggy Lipton í hlutverki Normu Jennings í Twin Peaks. Getty

Bandaríska leikkonan Peggy Lipton, sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Twin Peaks, er látin, 72 ára að aldri.

Þetta staðfesta dætur hennar, Kidada og Rashida Jones, sem Lipton eignaðist með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Quincy Jones, að því er fram kemur í frétt LA Times. Lipton lést af völdum krabbameins.

Lipton hlaut á ferli sínum Golden Globe verðlaun fyrir túlkun sína á Julie Barnes í þáttunum The Mod Squad árið 1970. Íslendingar eru þó líklegastir til að muna eftir Lipton úr þáttunum Twin Peaks þar sem hún túlkaði Normu Jennings, eiganda veitingastaðarins Double R Diner.

Lipton sló í gegn sem fyrirsæta fimmtán ára gömul og hóf svo leiklistarferilinn nítján ára. Lipton og Quincy Jones gengu í hjónaband árið 1970, en skildu árið 1990. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar starfa sem leikkonur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.