Innlent

Eldur kom upp í Valsárskóla

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Valsárskóli
Eldur kom upp í Valsárskóla á Svalbarðseyri á sjöunda tímanum í kvöld.

Að sögn varðstjóra Slökkviliðs Akureyrar varð húsvörður var við eldinn þegar brunavarnarkerfi skólans fór af stað og sá hann reyk leggja frá geymslu í kennsluálmu skólans. Tókst honum að slökkva eldinn og bar út tæki sem kviknað hafði í.

Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan 18:24 en búið var að slökkva eld og reykræsting hafin klukkan 18:45.

Ekki er vitað um skemmdir en einhvern reyk lagði um skólann og séu einhverjar skemmdir eru þær vegna reyks.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.