Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2019 12:30 Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Vísir/Vilhelm Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira