Innlent

Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Boðað hefur verið að Madonna muni flytja tvö lög í úrslitum Eurovison-keppninnar sem fara fram í Tel Aviv í Ísrael næstkomandi laugardagskvöld.
Boðað hefur verið að Madonna muni flytja tvö lög í úrslitum Eurovison-keppninnar sem fara fram í Tel Aviv í Ísrael næstkomandi laugardagskvöld. Vísir/Getty
Bandaríska tónlistarkonan Madonna segist ekki ætla að hætta að spila tónlist til að þóknast pólitískum sjónarmiðum einhverja og áformar ekki að láta af mótmælum gagnvart mannréttindabrotum hvar sem er í heiminum.Þetta sagði Madonna í yfirlýsingu sem hún sendi fréttaveitu Reuters.Boðað hefur verið að Madonna muni flytja tvö lög í úrslitum Eurovison-keppninnar sem fara fram í Tel Aviv í Ísrael næstkomandi laugardagskvöld. Ísraelska ríkissjónvarpið KAN sendir keppnina út en Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, sagði í gær að ekki væri búið að skrifa undir samning þess efnis og því væri ekki fyrirséð að Madonna muni stíga svið. Samningaviðræður stæðu þó vissulega yfir. Kallað hefur verið eftir því að Madonna hætti við syngja á úrslitakvöldi Eurovision vegna átaka yfirvalda í Ísraels og Palestínu.Í yfirlýsingunni segist hún sorgmædd í hvert sinn sem hún heyri af ofbeldi og mannfalli á svæðinu og vonast til að átökunum linni. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.