Innlent

Heildarlaun að meðaltali 652 þúsund

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Launarannsókn fyrir febrúar 2019 byggir á tæplega 11 þúsund skráningum félagsmanna VR.
Launarannsókn fyrir febrúar 2019 byggir á tæplega 11 þúsund skráningum félagsmanna VR. Vísir/vilhelm

Heildarlaun félagsmanna VR voru 652 þúsund krónur að meðaltali í febrúar 2019 en miðgildi heildarlauna var 600 þúsund. Grunnlaun voru að meðaltali 644 þúsund en miðgildi grunnlauna var 591 þúsund. Þetta er niðurstaða launarannsóknar VR á launum í febrúar sem nú hefur verið birt í fyrsta skipti.

Launarannsókn VR byggir á niðurstöðum í reiknivélinni Mín laun á Mínum síðum á vef félagsins. Félagsmenn skrá starfsheiti sitt og vinnutíma í reiknivélina og fá birtan samanburð sinna launa við félagsmenn í samskonar starfi.

Launarannsókn fyrir febrúar 2019 byggir á tæplega 11 þúsund skráningum en félagsmenn VR í þeim mánuði voru um 36 þúsund. Launahækkanir vegna kjarasamninga 1. apríl er ekki inni í þessum launatölum.

Launareiknivélin á Mínum síðum á vef VR hefur verið í þróun í tæp þrjú ár en þetta er í fyrsta skipti sem niðurstöður hennar eru birtar.

Laun eru birt eftir starfsheitum sem byggja á starfsheitaflokkun úr launakönnun VR. Hið sama á við um flokkun atvinnugreina sem byggir á atvinnugreinaflokkun ÍSAT, en er aðlöguð að þörfum VR og er í samræmi við þá flokkun sem tíðkast hefur í launakönnun VR undanfarin ár.

Heildarlaun og grunnlaun fyrir allan hópinn (þ.e. launatölurnar sem birtar eru í fyrstu málsgrein hér að ofan) eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og atvinnugreinar til að endurspegla samsetningu félagsins. Aðrar launatölur eru óvigtaðar.

Hér má nálgast launarannsókn VR fyrir febrúar 2019. Hér má finna meðallaun eftir starfsheitum og hér eru meðallaun eftir atvinnugreinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.