Innlent

Slökkvilið kallað út vegna elds í Grímsnesi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um reyk barst nokkru fyrir klukkan 18.
Tilkynning um reyk barst nokkru fyrir klukkan 18. vísir/vilhelm
Slökkvilið var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í Grímsnesi um klukkan 18 í kvöld. Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að um hafi verið að ræða ruslabrennu sem ekki hafi verið tilkynnt til slökkviliðs.

„Það er náttúrulega heilmikið viðbragð, menn kallaðir út og bílar á forgangi þegar svona er. Og það er ekki gott,“ segir Sverrir Haukur og bætir við að viðkomandi hafi fengið orð í eyra þar sem ekki hafi verið tilkynnt um brennuna fyrirfram.

„Við erum alltaf hræddir við gróðurelda og það er mismunandi eftir aðstæðum hvort við erum á móti þessu eða hvort við leyfum fólki að gera þetta. En í þessu tilviki fékk viðkomandi orð í eyra þar sem bílar voru sendir á forgangi og svo framvegis,“ segir Sverrir Haukur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×