Fótbolti

Meiddur Kane verður valinn í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kane í leik með landsliðinu.
Kane í leik með landsliðinu. vísir/getty

Samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, að velja framherjann Harry Kane í hóp enska landsliðsins fyrir úrslitin í Þjóðadeildinni.

Southgate mun opinbera hópinn sinn í dag en England spilar undanúrslitaleik gegn Hollandi þann 6. júní. Kane gæti spilað með Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 1. júní.

Southgate mun líklega velja 25 manna hóp í dag og einhverjir munu því detta út er lokahópurinn verður valinn.

Meiðslavandræði gera það að verkum að þjálfarinn tilkynnir svo stóran hóp en hann þarf að velja lokahóp þann 27. maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.