Bíó og sjónvarp

Stikla úr Flórídafanganum: „Þú hefur tortímt okkur“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Málið er töluvert flóknara en virðist við fyrstu sýn. Farið er ítarlega í atburðarásina í þáttaröðinni og rætt við fjölda fólks sem kom að málinu.
Málið er töluvert flóknara en virðist við fyrstu sýn. Farið er ítarlega í atburðarásina í þáttaröðinni og rætt við fjölda fólks sem kom að málinu.

Næstkomandi sunnudagskvöld hefur göngu sína á Stöð 2 þátturinn Flórídafanginn. Í þættinum er fjallað um Magna Böðvar Þorvaldsson sem hlaut 20 ára fangelsisdóm í Flórída í fyrra fyrir að myrða Sherry Prather árið 2012.
 
Seinast sást til Prather þann 12. október 2012. Í kjölfarið hófst að henni mikil leit sem stóð yfir í rúman mánuð. Í nóvember 2012 fékk lögregla upplýsingar um líkfund við Braddock Road og Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather.

Magni var svo handtekinn í nóvember 2016 og dæmdur í fangelsi árið 2018 en hann játaði að hafa myrt Prather.

Þáttaröðin sem hefst á sunnudagskvöld er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp í Flórída og fjalla um morðmálið sjálft sem mikið var fjallað um hér á landi.

Málið er töluvert flóknara en virðist við fyrstu sýn. Farið er ítarlega í atburðarásina í þáttaröðinni og rætt við fjölda fólks sem kom að málinu.

Hér fyrir neðan má sjá nýtt brot úr þáttunum.Tengdar fréttir

Magni játar að hafa myrt Sherry

Dómstóll í Jacksonville í Flórída hefur dæmt Magna Böðvar Þorvaldsson í 20 ára fangelsi eftir að hann játaði að hafa myrt Sherry Prather árið 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.