Fótbolti

Arnór og félagar áfram á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Ingvi.
Arnór Ingvi. vísir/getty

Malmö heldur toppsæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir markalaust jafntefli við lið Gautaborgar í kvöld.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö en hann var tekinn af velli í hálfleik. Malmö átti aðeins eina tilraun á markrammann en Gautaborg þrjár. Samtals áttu liðin aðeins þrettán marktilraunir í leiknum.

Malmö er með 18 stig eftir níu leiki og situr á toppi deildarinnar. Gautaborg er, ásamt Hacken, Hammarby og AIK, með sautján stig þar fyrir neðan.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann 2-1 sigur á Örebro.

Alexander Fransson og Jordan Larsson gerðu mörk Norrköping en þetta var aðeins annar sigur Norrköping sem hefur gert fimm jafntefli í fyrstu níu leikjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.