Viðtal við Hatara á CNN vék skyndilega fyrir Trump Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 19:15 Trump og Maurer við Hvíta húsið í dag. Getty/Mark Wilson Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan. Donald Trump Eurovision Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan.
Donald Trump Eurovision Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira