Innlent

Lög­reglan á Akur­eyri aug­lýsir eftir kín­versku­mælandi fólki

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Öræfum fyrr í dag.
Frá Öræfum fyrr í dag. Jóhann K. Jóhannsson
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur auglýst eftir kínverskumælandi fólki. Er það gert eftir að nokkrir þeirra sem slösuðust í rútuslysinu í Öræfum voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri.

„Þeir sem gætu haft upplýsingar um einhvern sem talar bæði kínversku og íslensku eða ensku á Akureyri og nágrenni eru beðnir um að láta okkur vita hér með einkaskilaboðum og þá helst með símanúmeri viðkomandi, svo við getum þá haft samband og kannað hvort viðkomandi geti aðstoðað við samskipti við fólkið á sjúkrahúsinu,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook.

Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15 fyrr í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega.


Tengdar fréttir

Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar

Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×