Innlent

Reyndi að stela bíl af bílasölu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þá var annar maður sem var að reyna að opna bíla í Hlíðunum í dag tilkynntur til lögreglu.
Þá var annar maður sem var að reyna að opna bíla í Hlíðunum í dag tilkynntur til lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem var að reyna að stela bíl frá bílasölu í Árbæ. Hann hafði komið á bílasöluna í leigubíl sem hann greiddi ekki fyrir. Lögreglan segir hann hafa verið í annarlegu ástandi en hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var annar maður sem var að reyna að opna bíla í Hlíðunum í dag tilkynntur til lögreglu. Í dagbók lögreglu segist að hann hafi fundist síðar og verið handtekinn. Maðurinn er grunaður um innbrot og þjófnað úr nokkrum bílum en hann er á reynslulausn fyrir svipuð brot.

Lögreglunni barst þar að auki tilkynning um slys í álverinu í Straumsvík á þriðja tímanum. Í dagbók lögreglu er það eina sem kemur fram að einhver hafi orðið fyrir áverkum á höndum.

Þá var ökumaður stöðvaður í dag grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fundust fíkniefni í bílnum. Þar að auki barst tilkynning um búðarhnupl í Laugardalnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.