Innlent

Reyndi að stela bíl af bílasölu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þá var annar maður sem var að reyna að opna bíla í Hlíðunum í dag tilkynntur til lögreglu.
Þá var annar maður sem var að reyna að opna bíla í Hlíðunum í dag tilkynntur til lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem var að reyna að stela bíl frá bílasölu í Árbæ. Hann hafði komið á bílasöluna í leigubíl sem hann greiddi ekki fyrir. Lögreglan segir hann hafa verið í annarlegu ástandi en hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var annar maður sem var að reyna að opna bíla í Hlíðunum í dag tilkynntur til lögreglu. Í dagbók lögreglu segist að hann hafi fundist síðar og verið handtekinn. Maðurinn er grunaður um innbrot og þjófnað úr nokkrum bílum en hann er á reynslulausn fyrir svipuð brot.

Lögreglunni barst þar að auki tilkynning um slys í álverinu í Straumsvík á þriðja tímanum. Í dagbók lögreglu er það eina sem kemur fram að einhver hafi orðið fyrir áverkum á höndum.

Þá var ökumaður stöðvaður í dag grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fundust fíkniefni í bílnum. Þar að auki barst tilkynning um búðarhnupl í Laugardalnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.