Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys varð í fyrradag verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Leggja þurfi meiri áherslu á viðhald þjóðvegarins austur á Höfn, sem þoli ekki þá auknu umferð sem fer um veginn. Rætt verður við samgönguráðherra og fulltrúa Vegagerðarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um pólitískan skandal í Austurríki, enn eitt ríkið sem þrengir lög um þungunarrof í Bandaríkjunum og mótmæli sem Orkan okkar og Gulu vestin boðuðu til í dag vegna þriðja orkupakkans.

Rætt verður við íbúa Laugardalsins en einn þeirra, lögfræðingur, segir virðast sem Reykjavíkurborg taki þátt í kennitöluflakki með því að styrkja nýtt félag til að halda Secret Solstice. Það séu einkennilegir viðskiptahættir að láta nýja félagið greiða skuldir fyrri eiganda.

Við tökum að sjálfsögðu stöðuna á Hatara í Tel Aviv og sjáum stúlkur keppa í brasilískri glímu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi, kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×