Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys varð í fyrradag verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Leggja þurfi meiri áherslu á viðhald þjóðvegarins austur á Höfn, sem þoli ekki þá auknu umferð sem fer um veginn. Rætt verður við samgönguráðherra og fulltrúa Vegagerðarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um pólitískan skandal í Austurríki, enn eitt ríkið sem þrengir lög um þungunarrof í Bandaríkjunum og mótmæli sem Orkan okkar og Gulu vestin boðuðu til í dag vegna þriðja orkupakkans.

Rætt verður við íbúa Laugardalsins en einn þeirra, lögfræðingur, segir virðast sem Reykjavíkurborg taki þátt í kennitöluflakki með því að styrkja nýtt félag til að halda Secret Solstice. Það séu einkennilegir viðskiptahættir að láta nýja félagið greiða skuldir fyrri eiganda.

Við tökum að sjálfsögðu stöðuna á Hatara í Tel Aviv og sjáum stúlkur keppa í brasilískri glímu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi, kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.