Enski boltinn

Kompany á förum frá Manchester City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany með bikarinn eftir sinn síðasta leik fyrir Manchester City.
Kompany með bikarinn eftir sinn síðasta leik fyrir Manchester City. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, er á förum frá félaginu. Hann lék sinn síðasta leik fyrir City þegar liðið vann Watford, 6-0, í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í gær.Kompany hefur verið hjá City síðan 2008 og fyrirliði síðan 2011.Á þessum ellefu árum hjá City hefur Kompany fjórum sinnum orðið Englandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum deildarbikarmeistari.Kompany lék alls 360 leiki fyrir City og skoraði 20 mörk. Síðasta mark hans fyrir City tryggði liðinu sigur á Leicester City, 1-0, í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.„Það er kominn tími fyrir mig að fara,“ skrifaði Kompany í opnu bréfi á Facebook. „Þótt þetta sé yfirþyrmandi finn ég ekki fyrir neinu nema þakklæti. Ég er þakklátur öllum sem hafa stutt mig á þessari einstöku vegferð hjá einstöku félagi.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

City bikarmeistari eftir stórsigur

Manchester City er enskur bikarmeistari og fyrsta karlaliðið í sögunni til þess að vinna ensku þrennuna eftir öruggan sigur á Watford í bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag.

Guardiola: Við verðum að bæta okkur

Pep Guardiola gerði það sem enginn knattspyrnustjóri hefur gert áður á Englandi í dag, hann stýrði Manchester City til ensku þrennunnar með sigri í bikarúrslitunum gegn Watford.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.