Fótbolti

Strákarnir hans Guðjóns unnið fimm leiki í röð með markatölunni 21-4

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón og félagar nálgast toppinn.
Guðjón og félagar nálgast toppinn. vísir/daníel

Ekkert getur stöðvað strákana hans Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ Runavík þessi dægrin.

Í dag vann NSÍ 1-8 sigur á Streymi á útivelli. Liðið hefur unnið fimm leiki í röð með markatölunni 21-4.

Klaemint Olsen skoraði fimm mörk fyrir NSÍ í dag og hefur gert tíu mörk í síðustu þremur leikjum liðsins.

NSÍ er aðeins einu stigi á eftir Klaksvík sem tapaði fyrir strákunum hans Heimis Guðjónssonar í HB Þórshöfn, 4-1, í dag.

Brynjar Hlöðversson sat allan tímann á bekknum hjá HB sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.