Fótbolti

82 prósent miða á EM 2020 til almennra stuðningsmanna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úrslitaleikur EM 2020 verður í Lundúnum, en leikir riðlakeppninnar verða um alla Evrópu
Úrslitaleikur EM 2020 verður í Lundúnum, en leikir riðlakeppninnar verða um alla Evrópu vísir/getty

UEFA segist ætla að setja hinn almenna stuðningsmann fyrst þegar kemur að miðasöluáætlunum fyrir EM 2020 og yfir þrír fjórðu miðanna fari í hendur stuðningsmanna.

EM 2020 verður ekki haldið í einu eða tveimur nágrannalöndum heldur út um alla Evrópu. Því er ljóst að ferðakostnaður stuðningsmanna í kringum mótið gæti orðið þó nokkur.

UEFA tilkynnti að ein milljón aðgöngumiða á leikina 44 í keppninni verði á 50 evrur eða minna, það eru rétt tæpar 7000 íslenskar krónur.

Þá verði miðar fyrir hreyfihamlaða alltaf í lægsta verðflokki og í boði að sækja um frían miða fyrir aðstoðarmanneskju sé þörf á því.

Miðasalan hefst 12. júní og stendur fyrsti fasi hennar yfir í mánuð. Þar verða 1,5 milljón miða í boði fyrir almenning, sem er hálfri milljón meira en var í boði í fyrsta fasa fyrir EM 2016.

Alls segir UEFA að 82 prósent allra miða fari til almennings.

UEFA hefur fengið mikla gagnrýni á síðustu dögum fyrir hversu lítið af miðum á úrslitaleikina tvo í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni fari til stuðningsmanna.

Stuðningsmenn Tottenham og Liverpool samtals aðeins 33 þúsund miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar en völlurinn í Madríd tekur 68 þúsund í sæti. Stuðningsmenn Arsenal og Chelsea fá 12 þúsund miða á úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar völlurinn í Baku tekur 68,700.

Leikir EM 2020 fara fram í 12 borgum. London, München, Róm, Bakú, Sankti Pétursborg, Búkarest, Amsterdam, Dublin, Bilbao, Búdapest, Glasgow og Kaupmannahöfn. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á Wembley í London.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.