Þegar Ísraelar veifuðu sjálfir umdeildum fánum á Eurovision-sviðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 22:00 Ping-Pong á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið fjallaði um stormasamt samband ísraelskrar konu við mann frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Skjáskot/Youtube Útspil hinna íslensku Hatara og bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem sýndu fána Palestínu í Eurovision-útsendingunni í gærkvöldi í óþökk EBU, hafa vakið mikla athygli – og jafnvel reiði, einkum hjá ísraelskum almenningi og þarlendum yfirvöldum. Sjálfir hafa Ísraelar ekki farið varhluta af slíku en fulltrúar Ísraels í Eurovision árið 2000 reittu sjálfir þarlend yfirvöld til reiði með framgöngu sinni í keppninni það ár.Sjá einnig: Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er nú bönnuð í Eurovision, þó að mörkin í þeim efnum séu nokkuð óljós, líkt og liðsmenn Hatara hafa bent á í viðtölum í tengslum við keppnina undanfarna daga og vikur. Hatari hnykkti á gagnrýni sinni í garð stefnu ísraelskra stjórnvalda með því að sýna palestínska fánann í beinni útsendingu í gærkvöldi. Lokaútspil nokkuð stormasamrar þátttöku sveitarinnar í Eurovision, sem menningarmálaráðherra Ísraels hefur m.a. gagnrýnt í dag.Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision í gærkvöldi.Árið 2000 sendu Ísraelar hljómsveitina Ping-Pong með lagið Same'ach í Eurovision. Ísraelska ríkissjónvarpið afneitaði atriðinu eftir að sveitin veifaði sýrlenskum fánum og lék sér með gúrkur á afar „djarfan“ máta á einni af lokaæfingum hópsins úti í Stokkhólmi, þar sem keppnin var haldin. Atriðið hafði ekki verið með þessum hætti heima í Ísrael. Samband Ísraels og Sýrlands var viðkvæmt um aldamótin en árið 2000 gerði ísraelski herinn til að mynda loftárás gegn palestínskum hermönnum í Sýrlandi. Ísraelska ríkissjónvarpið gerði þá einkum athugasemd við notkun sýrlenska þjóðfánans á æfingu hljómsveitarinnar þar sem hana bar upp á þjóðhátíðardegi Ísraels það ár. Listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að Ping-Pong væru fulltrúar nýs og friðelskandi Ísraelsríkis. Þar kom einnig í ljós að tveir meðlimir sveitarinnar væru blaðamenn, sem störfuðu á ritstjórn dagblaðs sem hefur í gegnum tíðina gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld, og einnig að hópurinn hefði skráð sig í keppnina í gríni. Hér að neðan má sjá flutning Ping-Pong á laginu á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið hlaut aðeins 7 stig og lenti í 22. sæti af 24 keppendum. Hér má svo lesa úttekt Vísis á pólitískum atriðum í Eurovision í gegnum tíðina.Fréttin hefur verið uppfærð. Einu sinni var... Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Útspil hinna íslensku Hatara og bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem sýndu fána Palestínu í Eurovision-útsendingunni í gærkvöldi í óþökk EBU, hafa vakið mikla athygli – og jafnvel reiði, einkum hjá ísraelskum almenningi og þarlendum yfirvöldum. Sjálfir hafa Ísraelar ekki farið varhluta af slíku en fulltrúar Ísraels í Eurovision árið 2000 reittu sjálfir þarlend yfirvöld til reiði með framgöngu sinni í keppninni það ár.Sjá einnig: Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er nú bönnuð í Eurovision, þó að mörkin í þeim efnum séu nokkuð óljós, líkt og liðsmenn Hatara hafa bent á í viðtölum í tengslum við keppnina undanfarna daga og vikur. Hatari hnykkti á gagnrýni sinni í garð stefnu ísraelskra stjórnvalda með því að sýna palestínska fánann í beinni útsendingu í gærkvöldi. Lokaútspil nokkuð stormasamrar þátttöku sveitarinnar í Eurovision, sem menningarmálaráðherra Ísraels hefur m.a. gagnrýnt í dag.Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision í gærkvöldi.Árið 2000 sendu Ísraelar hljómsveitina Ping-Pong með lagið Same'ach í Eurovision. Ísraelska ríkissjónvarpið afneitaði atriðinu eftir að sveitin veifaði sýrlenskum fánum og lék sér með gúrkur á afar „djarfan“ máta á einni af lokaæfingum hópsins úti í Stokkhólmi, þar sem keppnin var haldin. Atriðið hafði ekki verið með þessum hætti heima í Ísrael. Samband Ísraels og Sýrlands var viðkvæmt um aldamótin en árið 2000 gerði ísraelski herinn til að mynda loftárás gegn palestínskum hermönnum í Sýrlandi. Ísraelska ríkissjónvarpið gerði þá einkum athugasemd við notkun sýrlenska þjóðfánans á æfingu hljómsveitarinnar þar sem hana bar upp á þjóðhátíðardegi Ísraels það ár. Listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að Ping-Pong væru fulltrúar nýs og friðelskandi Ísraelsríkis. Þar kom einnig í ljós að tveir meðlimir sveitarinnar væru blaðamenn, sem störfuðu á ritstjórn dagblaðs sem hefur í gegnum tíðina gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld, og einnig að hópurinn hefði skráð sig í keppnina í gríni. Hér að neðan má sjá flutning Ping-Pong á laginu á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið hlaut aðeins 7 stig og lenti í 22. sæti af 24 keppendum. Hér má svo lesa úttekt Vísis á pólitískum atriðum í Eurovision í gegnum tíðina.Fréttin hefur verið uppfærð.
Einu sinni var... Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30