Hatara tjáð að þeir hefðu farið yfir strikið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:28 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara. Vísir/Getty Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Eurovision Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“
Eurovision Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira