Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. maí 2019 12:30 Ragnar Þór sést hér í pontu þegar verkfall VR og Eflingar stóð sem hæst í mars síðastliðnum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með. Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með.
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51
Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45
„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54