Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 23:51 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. vísir/vilhelm Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan 11 í morgun og stóð því í rúma tólf klukkutíma. Upphaflega átti honum að ljúka klukkan 17 en þar sem skrið var komið á viðræðurnar var ákveðið að halda áfram fram á kvöld. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, segir að haldið verði áfram á fimmtudag með þá vinnu sem komin er í gang. „Þetta lítur alveg þokkalega út þannig séð. Við komumst ekki lengra í kvöld, einfaldlega vegna tímans, en það hefur verið boðað til fundar á fimmtudag og þá höldum við áfram með þá vinnu sem við erum búin að vera að vinna. Þetta tekur oft aðeins lengri tíma en maður telur,“ segir Kristján. Stóru samninganefndir þeirra stéttarfélaga sem eru í samfloti iðnaðarmanna komu niður í Karphús í kvöld. „Við kölluðum hópana inn til að fara yfir málin. Ég á eftir að heyra frá öllum hópunum hvernig gekk hjá þeim en þetta var líka svona stöðutékk,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann ekki hægt að segja til um það hvort samningar verði undirritaðir fyrir helgina. Kjaramál Tengdar fréttir „Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56 „Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan 11 í morgun og stóð því í rúma tólf klukkutíma. Upphaflega átti honum að ljúka klukkan 17 en þar sem skrið var komið á viðræðurnar var ákveðið að halda áfram fram á kvöld. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, segir að haldið verði áfram á fimmtudag með þá vinnu sem komin er í gang. „Þetta lítur alveg þokkalega út þannig séð. Við komumst ekki lengra í kvöld, einfaldlega vegna tímans, en það hefur verið boðað til fundar á fimmtudag og þá höldum við áfram með þá vinnu sem við erum búin að vera að vinna. Þetta tekur oft aðeins lengri tíma en maður telur,“ segir Kristján. Stóru samninganefndir þeirra stéttarfélaga sem eru í samfloti iðnaðarmanna komu niður í Karphús í kvöld. „Við kölluðum hópana inn til að fara yfir málin. Ég á eftir að heyra frá öllum hópunum hvernig gekk hjá þeim en þetta var líka svona stöðutékk,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann ekki hægt að segja til um það hvort samningar verði undirritaðir fyrir helgina.
Kjaramál Tengdar fréttir „Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56 „Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56
„Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41