Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag þýskur bikarmeistari í fótbolta þriðja árið í röð. Wolfsborg vann eins marks sigur á Freiburg í úrslitaleiknum.
Pólksa landsliðskonan Ewa Pajor skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Sara Björk var að vanda í byrjunarliði Wolfsburg og lék hún allan leikinn á miðjunni.
Sara er á sínu þriðja tímabili hjá Wolfsburg og hefur hún unnið bikarinn öll árin í Þýskalandi.
Sara og stöllur hennar geta svo bætt Þýskalandsmeistaratitlinum í safnið í næstu umferð deildarkeppninnar.
