Innlent

Búast við að ljúka gerð samninga í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna
Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna Vísir/Vilhelm
Góður gangur er á vinnu við nýja kjarasamninga iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið í nótt eins og staðan er núna.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmaður samflots iðnaðarmanna, segir að nú sé verið að lesa yfir skjöl og koma þeim öllum saman.

Hann segir það mikla vinnu en unnið sé út frá því að henni verði lokið í nótt.

Samflot iðnaðarmanna saman stendur af Rafiðnaðarsambandi Íslands, Matvæla- og veitingafélagi Íslands, Grafíu stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum, Samiðn – sambandi iðnfélaga, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Félagi hársnyrtisveina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×