Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 19:45 Iðnaðarmenn skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í nótt. vísir/vilhelm Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí. Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí.
Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50