Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 19:45 Iðnaðarmenn skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í nótt. vísir/vilhelm Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí. Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí.
Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50