Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:28 Frá undirritun kjarasamninga í nótt. Borgþór Hjörvarsson Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí. Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí.
Kjaramál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira