Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. maí 2019 19:00 Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51