Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 09:30 Luis Suarez féll nokkrum sinnum í grasið í leiknum í gær. Getty/Alex Livesey Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. Suarez skoraði dýrmætt mark í fyrri leiknum og stuðaði þá marga stuðningsmenn Liverpool með að fagna marki sínu gríðarlega. Hann fékk líka að heyra það frá ósáttum Liverpool stuðningsmönnum í leiknum í gær og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Suarez var auðmjúkur í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn og sagðist vera undirbúinn yfir flóð af gagnrýni."We have to be ready for all the criticism that is going to rain down on us now." Luis Suarez says Barcelona are in a lot of pain after Liverpool's incredible comeback at Anfield. In full: https://t.co/YDRm35LvmQ#LFC#LIVBAR#bbcfootballpic.twitter.com/0xPphfsLRt — BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019 „Við verðum núna að vera tilbúnir fyrir alla gagnrýnina sem mun rigna yfir okkur,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og þetta er mjög sársaukafullt,“ bætti Suarez við. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var enn þá í ágætum málum í hálfleik aðeins 1-0 undir. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði aftur á móti tvö mörk á tveimur mínútum í upphafi seinni hálfleiks og allt í einu var staðan orðin jöfn samanlagt. Divock Origi skoraði síðan fjórða markið og markið sem skildi á endanum á milli liðanna þegar hann naut góðs af frábærri stoðsendingu Trent Alexander-Arnold úr hornspyrnu. Trent var þá fljótur að hugsa og nýtti sér vel sofandahátt hjá varnarmönnum Barcelona. „Við litum út eins og litlir skólastrákar í fjórða markinu þeirra,“ sagði Luis Suarez sem talaði ekki um baulið sem hann þurfti að hlusta á allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: Mörk Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum meistaradeildarinnar Suarez varði hins vegar knattspyrnustjórann sinn, Ernesto Valverde, eftir leikinn. „Við vorum þeir sem spiluðum þennan leik. Stjórinn notaði sömu taktík og í fyrri leiknum og reyndi að leggja það sama upp í þessum leik. Við leikmennirnir verðum að biðjast afsökunar á hugarfari okkar og það sem allir þurftu að horfa upp á frá okkur í þessum leik,“ sagði Suarez. „Við þurfum núna að fara í gagn mikla sjálfsgagnrýni því þetta er í annað skiptið á einu ári sem við lendum í svona. Við megum ekki gera svona mistök tvö ár í röð. Það er margt sem við þurfum að huga að og hugsa um,“ sagði Suarez. Fyrir ári síðan missti Barcelona niður 3-1 forystu í seinni leiknum á móti Roma. Nú voru þeir í enn betri stöðu en niðurstaðan var sú sama og enn einu sinni missir Barcelona af sannkölluðu dauðafæri að vinna Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira