Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga og ágangs manna að mati Þorleifs Eiríkssonar dýrafræðings Rætt verður við Þorleif í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

Einnig fjöllum við um stöðuna á innanlandsflugi en forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma. Farþegum innanlandsflugs fækkaði um tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Við ræðum við móður drengs sem lenti í hjólaslysi í Skerjafirði vegna þess að ökumenn leggja bílum sínum á hjólastíga, við fjöllum um ný lög um ófrjósemisaðgerðir en þær hafa verið gerðar gjaldfrjálsar og lágmarksaldur lækkaður úr 25 árum í átján og kynnum okkur Apple Pay en greiðslulausnin varð virk á Íslandi í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×