Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 10:40 Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is
Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent