Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 11:38 Hvalsnesskriður er um hálfa leið frá Höfn í Hornafirði til Djúpavogs. Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin
Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45
Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10