Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2017 21:45 Hér má sjá vegarkaflana sjö þar sem hægt er að ná samtals fjörutíu kílómetra styttingu hringvegarins. Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2. Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu hjá Vegagerðinni. Einn anginn eru göng undir Lónsheiði. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Brúin yfir Jökulsá í Lóni er ein af mörgum einbreiðum brúm á hringveginum. Það er hins vegar ekki ætlunin að byggja nýja brú á sama stað heldur hyggst Vegagerðin byggja hana neðar í Lóni og ná um leið fram umtalsverðri styttingu, upp á fimm til fimm og hálfan kílómetra, að sögn Reynis Gunnarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hornafirði.Úr Lónssveit. Fyrirhugað er að færa þjóðveginn nær ströndinni með nýrri brú yfir Jökulsá í Lóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í Lóni er önnur stærri breyting til skoðunar; jarðgöng undir Lónsheiði til að losna við kaflana um Hvalsnes- og Þvottárskriður, sem lokast oft vegna snjóflóða og skriðufalla. Reynir segir að verið sé að tala um þriggja kílómetra göng sem myndu stytta leiðina um tólf kílómetra. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir segir enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ segir Reynir.Í Hvalsnes- og Þvottárskriðum ógna grjóthrun, snjóflóð og skriðuföll vegfarendum.Mynd/Stöð 2.Vegagerðin er þegar búin að bjóða út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð, framkvæmdir eru hafnar í Berufjarðarbotni og við höfum einnig greint frá áformum um styttingu hringvegarins í Öræfum. Og fleiri styttingar eru til skoðunar á Suðausturlandi, um Hofsá í Álftafirði og Hamarsá, sem gæti þýtt um eins kílómetra styttingu á hvorum stað. Alls gætu þannig sjö kaflar styst frá Öræfum í vestri til Berufjarðar í austri, en mestar styttingar fengjust í Hornafirði og á Lónsheiði. Samtals gæti hringvegurinn á Suðausturlandi styst um nærri fjörutíu kílómetra, en til samanburðar má geta þess að hann styttist um 42 kílómetra með Hvalfjarðargöngum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu hjá Vegagerðinni. Einn anginn eru göng undir Lónsheiði. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Brúin yfir Jökulsá í Lóni er ein af mörgum einbreiðum brúm á hringveginum. Það er hins vegar ekki ætlunin að byggja nýja brú á sama stað heldur hyggst Vegagerðin byggja hana neðar í Lóni og ná um leið fram umtalsverðri styttingu, upp á fimm til fimm og hálfan kílómetra, að sögn Reynis Gunnarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hornafirði.Úr Lónssveit. Fyrirhugað er að færa þjóðveginn nær ströndinni með nýrri brú yfir Jökulsá í Lóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í Lóni er önnur stærri breyting til skoðunar; jarðgöng undir Lónsheiði til að losna við kaflana um Hvalsnes- og Þvottárskriður, sem lokast oft vegna snjóflóða og skriðufalla. Reynir segir að verið sé að tala um þriggja kílómetra göng sem myndu stytta leiðina um tólf kílómetra. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir segir enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ segir Reynir.Í Hvalsnes- og Þvottárskriðum ógna grjóthrun, snjóflóð og skriðuföll vegfarendum.Mynd/Stöð 2.Vegagerðin er þegar búin að bjóða út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð, framkvæmdir eru hafnar í Berufjarðarbotni og við höfum einnig greint frá áformum um styttingu hringvegarins í Öræfum. Og fleiri styttingar eru til skoðunar á Suðausturlandi, um Hofsá í Álftafirði og Hamarsá, sem gæti þýtt um eins kílómetra styttingu á hvorum stað. Alls gætu þannig sjö kaflar styst frá Öræfum í vestri til Berufjarðar í austri, en mestar styttingar fengjust í Hornafirði og á Lónsheiði. Samtals gæti hringvegurinn á Suðausturlandi styst um nærri fjörutíu kílómetra, en til samanburðar má geta þess að hann styttist um 42 kílómetra með Hvalfjarðargöngum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. 8. október 2017 20:48
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30