Innlent

Vilja göng undir Lónsheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Höfn í Hornafirði
Frá Höfn í Hornafirði Vísir/Anton
Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar fjallaði um áætlun Vegagerðarinnar um framkvæmdir í Hvalnesskriðum á fundi sínum í dag. Þar er áformað að reisa 263 metra langt stálþil vegna mikils grjóthruns sem skemmt hefur mikið af þeim varnargörðum sem nú þegar eru til staðar og voru settir upp fyrir nokkrum árum.

Í bókun bæjarráðs hvetur bæjarráð Vegagerðina til að fara af fullum krafti í að undirbúa jarðgöng undir Lónsheiði. Göng myndu leysa vegkaflann um Hvalnesskriður af hólmi. Viðhaldskostnaður sé of mikill á núverandi vegi.

Þar að auki valdi grjóthrun og fok eignatjóni og slysahættu vegfarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×