Sakar Jón Baldvin um lygar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 14:00 Frænka eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra sakar hann um lygar. Vísir/Vilhelm Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00