Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:25 Jón Baldvin Hannibalsson sést hér mæta í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í Silfrinu í gær. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra segir ásakanir kvenna um kynferðisbrot á hendur sér hluti af skipulagðri herferð með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar hans um arfleið jafnaðarmannastefnunnar. Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. Sjá einnig: Bloggsíða með sögum um áreitni Jón Baldvin heldur þessu fram í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Margar konur hafa sakað hann um kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni síðustu vikur en elstu sögurnar eru áratugagamlar. Í grein sinni, sem ber titilinn Vörn fyrir æru, fjallar Jón Baldvin um þessar ásakanir. Hann segir að til hafi staðið að gefa út afmælisrit um arfleið jafnaðarstefnunnar og efna til málþings um sama efni. Þetta hafi verið komið vel á veg en fljótlega hafi aðstandendur verksins orðið „varir við draugagang“. „Hvað var á seyði? Smám saman kom í ljós, að það var skipulögð herferð í gangi, rógsherferð gegn höfundinum með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar. Þemað var, að Jón Baldvin væri kynferðisbrotamaður, sem heiðarlegt fólk gæti ekki látið bendla sig við,“ skrifar Jón Baldvin. Hann segir þessa áætlun jafnframt hafa verið „vel undirbúna“ og að fjölmiðlar hafi „spilað með eins og til var ætlast“. Í dag munu birtast tuttugu frásagnir kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á nýrri bloggsíðu. Sögurnar verða nafnlausar og eru fengnar úr lokuðum Facebook-hóp, #metoo Jón Baldvin Hannibalsson. Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra segir ásakanir kvenna um kynferðisbrot á hendur sér hluti af skipulagðri herferð með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar hans um arfleið jafnaðarmannastefnunnar. Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. Sjá einnig: Bloggsíða með sögum um áreitni Jón Baldvin heldur þessu fram í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Margar konur hafa sakað hann um kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni síðustu vikur en elstu sögurnar eru áratugagamlar. Í grein sinni, sem ber titilinn Vörn fyrir æru, fjallar Jón Baldvin um þessar ásakanir. Hann segir að til hafi staðið að gefa út afmælisrit um arfleið jafnaðarstefnunnar og efna til málþings um sama efni. Þetta hafi verið komið vel á veg en fljótlega hafi aðstandendur verksins orðið „varir við draugagang“. „Hvað var á seyði? Smám saman kom í ljós, að það var skipulögð herferð í gangi, rógsherferð gegn höfundinum með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar. Þemað var, að Jón Baldvin væri kynferðisbrotamaður, sem heiðarlegt fólk gæti ekki látið bendla sig við,“ skrifar Jón Baldvin. Hann segir þessa áætlun jafnframt hafa verið „vel undirbúna“ og að fjölmiðlar hafi „spilað með eins og til var ætlast“. Í dag munu birtast tuttugu frásagnir kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á nýrri bloggsíðu. Sögurnar verða nafnlausar og eru fengnar úr lokuðum Facebook-hóp, #metoo Jón Baldvin Hannibalsson.
Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent