Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:25 Jón Baldvin Hannibalsson sést hér mæta í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í Silfrinu í gær. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra segir ásakanir kvenna um kynferðisbrot á hendur sér hluti af skipulagðri herferð með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar hans um arfleið jafnaðarmannastefnunnar. Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. Sjá einnig: Bloggsíða með sögum um áreitni Jón Baldvin heldur þessu fram í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Margar konur hafa sakað hann um kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni síðustu vikur en elstu sögurnar eru áratugagamlar. Í grein sinni, sem ber titilinn Vörn fyrir æru, fjallar Jón Baldvin um þessar ásakanir. Hann segir að til hafi staðið að gefa út afmælisrit um arfleið jafnaðarstefnunnar og efna til málþings um sama efni. Þetta hafi verið komið vel á veg en fljótlega hafi aðstandendur verksins orðið „varir við draugagang“. „Hvað var á seyði? Smám saman kom í ljós, að það var skipulögð herferð í gangi, rógsherferð gegn höfundinum með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar. Þemað var, að Jón Baldvin væri kynferðisbrotamaður, sem heiðarlegt fólk gæti ekki látið bendla sig við,“ skrifar Jón Baldvin. Hann segir þessa áætlun jafnframt hafa verið „vel undirbúna“ og að fjölmiðlar hafi „spilað með eins og til var ætlast“. Í dag munu birtast tuttugu frásagnir kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á nýrri bloggsíðu. Sögurnar verða nafnlausar og eru fengnar úr lokuðum Facebook-hóp, #metoo Jón Baldvin Hannibalsson. Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra segir ásakanir kvenna um kynferðisbrot á hendur sér hluti af skipulagðri herferð með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar hans um arfleið jafnaðarmannastefnunnar. Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. Sjá einnig: Bloggsíða með sögum um áreitni Jón Baldvin heldur þessu fram í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Margar konur hafa sakað hann um kynferðisbrot eða kynferðislega áreitni síðustu vikur en elstu sögurnar eru áratugagamlar. Í grein sinni, sem ber titilinn Vörn fyrir æru, fjallar Jón Baldvin um þessar ásakanir. Hann segir að til hafi staðið að gefa út afmælisrit um arfleið jafnaðarstefnunnar og efna til málþings um sama efni. Þetta hafi verið komið vel á veg en fljótlega hafi aðstandendur verksins orðið „varir við draugagang“. „Hvað var á seyði? Smám saman kom í ljós, að það var skipulögð herferð í gangi, rógsherferð gegn höfundinum með það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhugað málþing og útgáfu bókar. Þemað var, að Jón Baldvin væri kynferðisbrotamaður, sem heiðarlegt fólk gæti ekki látið bendla sig við,“ skrifar Jón Baldvin. Hann segir þessa áætlun jafnframt hafa verið „vel undirbúna“ og að fjölmiðlar hafi „spilað með eins og til var ætlast“. Í dag munu birtast tuttugu frásagnir kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins á nýrri bloggsíðu. Sögurnar verða nafnlausar og eru fengnar úr lokuðum Facebook-hóp, #metoo Jón Baldvin Hannibalsson.
Fjölmiðlar MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00