Erlent

„Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Sprengt var í kirkju St. Sebastian í norðurhluta Kólombó.
Sprengt var í kirkju St. Sebastian í norðurhluta Kólombó. Getty/Stringer

Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. Mannskæðar árásir hafa staðið yfir í dag í höfuðborg landsins, Kólombó, sem beint hefur verið að kirkjum og hótelum í borginni.

Rúmlega 200 manns hafa látið lífið og 450 slasast en fljótlega eftir að árásahrynan byrjaði var lokað á alla samfélagsmiðla á eyjunni og útgöngubann var sett á.

Í samtali við vísi segir Margrét að þau séu óhult en þau hafi þurft að hafa samband við fjölskyldur sínar í gegnum tölvupóst vegna lokunar allra samfélagsmiðla. „Við ættum að vera örugg hér en það er samt sem áður útgöngubann þar til kl. 06.00 í fyrramálið og við tökum stöðuna þá hvort það sé öruggt fyrir okkur að færa okkur yfir í næsta bæ. Við erum með einkabílstjóra sem passar vel upp á okkur og fylgist vel með gangi mála.“

Allar búðir og veitingastaðir eru lokaðir og fólk heldur sig innandyra, en tilkynnt hefur verið um átta sprengingar, sem bæði hafa orðið í kirkjum og á hótelum.

„Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir yfir þessum atburðum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.