Fótbolti

Rosengård með stórsigur í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís lék allan leikinn fyrir Rosengård.
Glódís lék allan leikinn fyrir Rosengård. vísir/getty

Rosengård fer vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í dag vann liðið stórsigur á Kristianstads, 5-1, í Íslendingaslag.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Rosengård sem hefur unnið báða leiki sína í deildinni.

Sif Atladóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstads sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir.

Sif og Svava Rós léku allan leikinn en Þórdís Hrönn var tekin af velli á 62. mínútu.
Kristianstads er með þrjú stig eftir tvo leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.