Erlent

Hundruð Bareinbúa fá ríkisborgararétt sinn endurgildan

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Konungur Barein, Hamad bin Isa Al Khalifa.
Konungur Barein, Hamad bin Isa Al Khalifa. Getty/Mark Cuthbert

Konungur Barein, Hamad bin Isa Al Khalifa, hefur veitt ríkisborgararétt 551 einstaklingi sem áður höfðu misst hann fyrir dómi. Þetta kom fram á ríkisfréttastöðinni BNA í dag.

Barein hefur, síðan uppreisn var gerð árið 2011, dæmt hundraði mótmælenda í fjöldaréttarhöldum, sem og bannað andspyrnuhópa og ógilt ríkisborgararétti hundraða Bareinbúa.

Flestir forystumenn andstöðuhópa og baráttufólk hafa verið teknir höndum eða flúið land.

Aðgerðahópurinn Bahrain Institute for Right sand Democracy, sem staðsettur er í Bretlandi, hefur sagt Barein hafa ógilt ríkisborgararétt alls 990 manns síðan 2012.

Á þriðjudag dæmdu bareinskir dómstólar 138 manns og ógiltu ríkisborgararétt þeirra vegna hryðjuverkaákæra. Þessir dómar hafa verið fordæmdir af Sameinuðu þjóðunum.

Í frétt BNA kemur ekki fram hvaða einstaklingar það séu sem hafi fengið ríkisborgararéttinn aftur, eða í hvaða réttarhöldum ríkisborgarréttirnir hafi verið ógildir.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.