Fótbolti

Viðar Örn skoraði í sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í sigri Hammarby á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Imad Khalili kom heimamönnum í Hammarby á bragði strax á 18. mínútu leiksins. Á 31. mínút átti Jeppe Andersen skot frekar en sendingu, en það var þó líklega á leið framhjá markinu. Viðar Örn kom snertingu á boltann og stýrði honum í netið úr miðjum vítateignum.

Heimamenn leiddu því 2-0 er gengið var til búningsherbergja.

Á 63. mínútu skoraði Khalili sitt annað mark og þriðja mark Hammarby og heimamenn komnir í þægilega stöðu. Gestirnir náðu að minnka muninn á 82. mínútu en það dugði ekki til, 3-1 sigur Hammarby raunin.

Þetta var fyrsti sigur Hammarby í deildinni en aðeins fjórar umferðir eru búnar af mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.