Fótbolti

PAOK grískur meistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. Skjámynd/Twitter/@PAOK_FC
Gríska liðið PAOK, með Sverri Inga Ingason innanborðs, varð í dag grískur meistari með sigri á Levadiakos.

PAOK vann 5-0 stórsigur á Levadiakos í næst síðustu umferðinni í dag. Með sigrinum er PAOK með fimm stiga forskot á Olympiakos í öðru sætinu og þar með meistari.

Sverrir Ingi var á varamannabekknum í dag en hann hefur ekki fengið að spila deildarleiki liðsins. Sverrir kom til PAOK í janúar og hefur tekið þátt í bikarleikjunum.

Ögmundur Kristinsson varði mark AEL Larissa sem vann AEK frá Aþenu 1-0 á útivelli. Larissa er í níunda sæti og öruggt með áframhaldandi veru í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×