Fótbolti

PAOK grískur meistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. Skjámynd/Twitter/@PAOK_FC

Gríska liðið PAOK, með Sverri Inga Ingason innanborðs, varð í dag grískur meistari með sigri á Levadiakos.

PAOK vann 5-0 stórsigur á Levadiakos í næst síðustu umferðinni í dag. Með sigrinum er PAOK með fimm stiga forskot á Olympiakos í öðru sætinu og þar með meistari.

Sverrir Ingi var á varamannabekknum í dag en hann hefur ekki fengið að spila deildarleiki liðsins. Sverrir kom til PAOK í janúar og hefur tekið þátt í bikarleikjunum.

Ögmundur Kristinsson varði mark AEL Larissa sem vann AEK frá Aþenu 1-0 á útivelli. Larissa er í níunda sæti og öruggt með áframhaldandi veru í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.