Fótbolti

Heimir í undanúrslit í Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerir það gott í Færeyjum fyrrum þjálfari FH.
Gerir það gott í Færeyjum fyrrum þjálfari FH. visir/vilhelm

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB eru komnir í undanúrslit færeyska bikarsins eftir 4-0 stórsigur á B71 á heimavelli í dag.

Sigurinn var aldrei í hættu og eru HB komið í undanúrslitin en í 16-liða úrslitunum slógu lærisveinar Heimis út NSÍ. Guðjón Þórðarson er þjálfari NSÍ en Heiðar Birnir Þorleifsson stýrir liði B71.

Í undanúrslitunum er leikið bæði heima og heiman en HB er ríkjandi meistari í Færeyjum. Í fyrra töpuðu þeir bikarúrslitaleiknum í framlengingu.

Ásamt HB eru þau Víkingur frá Götu, Skála og KÍ komin í undanúrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.