Innlent

Lögregla kölluð út á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í kvöld.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í kvöld. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast nú síðdegis en sinna hefur þurft þremur útköllum vegna veðurs það sem af er kvöldi.

Skömmu fyrir klukkan sjö var tilkynnt um plötur að fjúka við Mosagötu í Garðabæ. Þá var tilkynnt um skilti að fjúka af Bónusverslun í Garðabæ á áttunda tímanum en skiltið var í eigu Lindabakarís. Einnig var tilkynnt um tréplötu sem fauk á rúðu á jarðhæð í húsi í Garðabæ, sem varð til þess að rúðan brotnaði.

Um klukkan fimm í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um einstakling sem stolið hafði kjöti frá sendli er sá síðarnefndi var að skila því á hótel í miðbænum. Lögreglumenn fundu bæði þjófinn og kjötið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Á níunda tímanum var lögreglu tilkynnt um heimilisofbeldi í Laugardalnum. Einn var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Á tíunda tímanum stöðvaði lögregla ökumann sem reyndist aka undir áhrifum fíkniefna, réttindalaus og með ætluð fíkniefni í fórum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.