Arsenal fékk skell gegn Úlfunum og tapaði öðrum leiknum í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Lacazette hissa í kvöld.
Özil og Lacazette hissa í kvöld. vísir/getty
Arsenal hefur lítinn áhuga á því að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð en liðið tapaði í kvöld mikilvægum stigum í 3-1 tapi gegn Wolves á útivelli.

Wolves lék á alls oddi í fyrri hálfleiknum. Þeir komust yfir á 28. mínútu með marki Ruben Neves úr aukaspyrnu og níu mínútum síðar tvöfaldaði Matt Doherty forystuna eftir horn.

Það var svo annar Portúgali, Diego Jota, sem skoraði þriðja mark Wolves í fyrri hálfleik á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. 3-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Ótrúlegar tölur.







Arsenal náði ekki að skora fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá skoraði Sokratis eftir hornspyrnu. Nær komust þeir ekki og þægilegur Wolves-sigur eftir stórbrotinn fyrri hálfleik.

Arsenal er nú í fimmta sætinu með 66 stig, tveimur stigum meira en Manchester United sem er sæti neðar. Chelsea er í fjórða sætinu með 67 og Tottenham í því þriðja með 70.

Wolves er í sjöunda sætinu með 51 stig. Algjörlega magnað tímabil hjá nýliðunum sem hafa klárað hvert stórliðið á fætur öðru á leiktíðinni, sér í lagi á heimavelli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira