Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 06:33 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, svekkir sig á hliðarlínunni í tapinu á móti PSV Eindhoven á Anfield. Getty/Carl Recine Manchester United-goðsögnin Paul Scholes hefur sína eigin kenningu um það af hverju Liverpool gengur svo illa og rekur það marga mánuði aftur í tímann. Scholes vill skrifa margt á partíferð sem Arne Slot fór í til Ibiza í vor. „Mér finnst það hafa verið virðingarleysi,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpinu „The Good, The Bad & The Football“. Ríkjandi meistarar ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, hafa byrjað tímabilið skelfilega. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar og er heilum ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal. Margir velta fyrir sér af hverju Liverpool er allt í einu farið að tapa fótboltaleikjum. Goðsögn Manchester United, Paul Scholes, telur sig vita af hverju. „Ég held að þetta hafi byrjað undir lok síðasta tímabils. Slæma gengið kom upp eftir að þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. Þá fóru þeir í ferðalag til Spánar,“ sagði Scholes. Scholes nefnir þá staðreynd að þjálfarinn Arne Slot hafi farið og djammað á Ibiza eftir að Liverpool gerði jafntefli við Arsenal (2–2), þrátt fyrir að tveir leikir væru enn eftir af tímabilinu. „Arne Slot stóð þarna eins og plötusnúður. Að haga sér svona áður en tímabilið er búið finnst mér vera virðingarleysi og klassaleysi,“ sagði Scholes. Liverpool vann deildina með tíu stiga mun en lauk tímabilinu með tveimur töpum og tveimur jafnteflum eftir að titillinn var í höfn. Á þessu tímabili hefur liðið sex sigra og jafnmörg töp í fyrstu tólf leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. „Ég vil taka það skýrt fram að ég ber ábyrgð á þessum töpum. Það eru engar afsakanir. Þetta hefur ekki verið nálægt því að vera nógu gott og ég tek ábyrgð á því,“ sagði Arne Slot eftir tapið gegn Nottingham á laugardaginn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4CfrJ-U3Upg">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Scholes vill skrifa margt á partíferð sem Arne Slot fór í til Ibiza í vor. „Mér finnst það hafa verið virðingarleysi,“ sagði Paul Scholes í hlaðvarpinu „The Good, The Bad & The Football“. Ríkjandi meistarar ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, hafa byrjað tímabilið skelfilega. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar og er heilum ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal. Margir velta fyrir sér af hverju Liverpool er allt í einu farið að tapa fótboltaleikjum. Goðsögn Manchester United, Paul Scholes, telur sig vita af hverju. „Ég held að þetta hafi byrjað undir lok síðasta tímabils. Slæma gengið kom upp eftir að þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. Þá fóru þeir í ferðalag til Spánar,“ sagði Scholes. Scholes nefnir þá staðreynd að þjálfarinn Arne Slot hafi farið og djammað á Ibiza eftir að Liverpool gerði jafntefli við Arsenal (2–2), þrátt fyrir að tveir leikir væru enn eftir af tímabilinu. „Arne Slot stóð þarna eins og plötusnúður. Að haga sér svona áður en tímabilið er búið finnst mér vera virðingarleysi og klassaleysi,“ sagði Scholes. Liverpool vann deildina með tíu stiga mun en lauk tímabilinu með tveimur töpum og tveimur jafnteflum eftir að titillinn var í höfn. Á þessu tímabili hefur liðið sex sigra og jafnmörg töp í fyrstu tólf leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. „Ég vil taka það skýrt fram að ég ber ábyrgð á þessum töpum. Það eru engar afsakanir. Þetta hefur ekki verið nálægt því að vera nógu gott og ég tek ábyrgð á því,“ sagði Arne Slot eftir tapið gegn Nottingham á laugardaginn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4CfrJ-U3Upg">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira