Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 08:58 Eyjólfur Sverrisson á það meðal annars á ferilskránni að hafa stýrt Íslandi inn á EM U21-landsliða í fyrsta sinn. Getty/Tony Marshall Þegar kemur að fantasy-leiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þá gæti hjálpað að hafa spilað í fjölda ára í þýsku Bundesligunni og með íslenska landsliðinu, þjálfað íslenska landsliðið og komið U21-landsliði Íslands í fyrsta sinn á EM. Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira