Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 22:47 Idrissa Gana Gueye missti stjórn á sér og gaf Michael Keane kinnhest. Hann fékk rauða spjaldið fyrir. Getty/Carl Recine Í Varsjánni á Sýn Sport 2 í kvöld rifjuðu menn upp fleiri dæmi um það þegar samherjum í fótbolta hefur sinnast þannig að rauða spjaldið fór á loft, líkt og gerðist í leik Manchester United og Everton í gærkvöld. Idrissa Gana Gueye sló Michael Keane utan undir snemma leiks gegn United á Old Trafford í gær og fékk fyrir það rautt spjald. Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason voru með sagnfræðinginn skemmtilega Stefán Pálsson í heimsókn í VARsjánni og skoðuðu atvikið og fleiri dæmi, eins og sjá má hér að neðna. Klippa: VARsjáin - Þegar liðsfélagar slást og fá rautt „Það vantaði kannski aðeins meira af einmitt þessu hjá United. Smá passion. Ég er samt ekki sammála þessu [dómnum]. Dómarinn er að fara eftir bókinni en ég vil bara að þjálfarinn taki á þessu,“ sagði Albert og gesturinn Stefán tók undir: „Maður upplifir það nú heldur ekki að liðsfélaginn telji eitthvað stórkostlega brotið á sér. Og hvar ætlum við að draga mörkin? Varnarmenn og markmenn eru að senda hver öðrum tóninn og öskra að þeir séu helvítis fávitar þegar þeir gera einhver mistök eða klikka á að dekka. Á þá dómarinn að meta hvort að það sé eitthvað erfitt fyrir sálartetrið og rífa upp gul og rauð spjöld?“ Hundfúll eftir skiptingu á Laugardalsvelli Stefán lumaði svo á minningu um atvik frá því á Laugardalsvelli fyrir mörgum árum, úr leik Fram og KA þar sem núverandi formaður KSÍ kom við sögu: „Þorvaldur Örlygsson var að stýra KA-liðinu og tók þarna einhvern Akureyringinn út af. Sá var ekki mjög ánægður með þá ákvörðun og þegar hann er að stíga út af vellinum þá sparkar hann einhverri flösku í áttina að Þorvaldi, segir eitthvað, og þá kemur gult spjald númer tvö og rautt. Þorvaldur Örlygsson tók þessu ekki mjög vel.“ Þá voru rifjuð upp tvö fyrri dæmi úr ensku úrvalsdeildinni um það að menn fái rautt spjald fyrir að missa sig gagnvart liðsfélaga. Frægasta dæmið er frá slagsmálum Kieron Dyer og Lee Bowyer: „Þarna eru menn alla vega búnir að vinna eitthvað fyrir rauða spjaldinu,“ sögðu menn í VARsjánni en brot úr þættinum sem sýndur er á Sýn Sport 2 í kvöld má sjá hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Idrissa Gana Gueye sló Michael Keane utan undir snemma leiks gegn United á Old Trafford í gær og fékk fyrir það rautt spjald. Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason voru með sagnfræðinginn skemmtilega Stefán Pálsson í heimsókn í VARsjánni og skoðuðu atvikið og fleiri dæmi, eins og sjá má hér að neðna. Klippa: VARsjáin - Þegar liðsfélagar slást og fá rautt „Það vantaði kannski aðeins meira af einmitt þessu hjá United. Smá passion. Ég er samt ekki sammála þessu [dómnum]. Dómarinn er að fara eftir bókinni en ég vil bara að þjálfarinn taki á þessu,“ sagði Albert og gesturinn Stefán tók undir: „Maður upplifir það nú heldur ekki að liðsfélaginn telji eitthvað stórkostlega brotið á sér. Og hvar ætlum við að draga mörkin? Varnarmenn og markmenn eru að senda hver öðrum tóninn og öskra að þeir séu helvítis fávitar þegar þeir gera einhver mistök eða klikka á að dekka. Á þá dómarinn að meta hvort að það sé eitthvað erfitt fyrir sálartetrið og rífa upp gul og rauð spjöld?“ Hundfúll eftir skiptingu á Laugardalsvelli Stefán lumaði svo á minningu um atvik frá því á Laugardalsvelli fyrir mörgum árum, úr leik Fram og KA þar sem núverandi formaður KSÍ kom við sögu: „Þorvaldur Örlygsson var að stýra KA-liðinu og tók þarna einhvern Akureyringinn út af. Sá var ekki mjög ánægður með þá ákvörðun og þegar hann er að stíga út af vellinum þá sparkar hann einhverri flösku í áttina að Þorvaldi, segir eitthvað, og þá kemur gult spjald númer tvö og rautt. Þorvaldur Örlygsson tók þessu ekki mjög vel.“ Þá voru rifjuð upp tvö fyrri dæmi úr ensku úrvalsdeildinni um það að menn fái rautt spjald fyrir að missa sig gagnvart liðsfélaga. Frægasta dæmið er frá slagsmálum Kieron Dyer og Lee Bowyer: „Þarna eru menn alla vega búnir að vinna eitthvað fyrir rauða spjaldinu,“ sögðu menn í VARsjánni en brot úr þættinum sem sýndur er á Sýn Sport 2 í kvöld má sjá hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira