Gleymdu að samræma númeraplötur á stolna bílnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:58 Parið hafði stolið bíl og skipt út númeraplötum - en aðeins öðru megin. Getty/Westend61 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira