Kolsvört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 07:15 Ingvar Guðni Brynjólfsson, Ása Óðinsdóttir og Hrefna Vestmann í hlutverkum sínum Fréttablaðið/Eyþór Blúndur og blásýra er hrollvekjandi gamanverk á fjölum Bæjarleikhússins í Mosfellsbæ. Guðný María Jónsdóttir leikstýrir þar einum öflugasta áhugaleikhópi landsins. Þetta er svört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart. Hún er skrifuð 1939 en eldist vel. Ég held það sé vegna þess að þar á sér stað nokkuð sem öllum finnst vera óhugsandi,“ segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri þegar reynt er að toga upp úr henni eitthvað um leikritið Blúndur og blásýra sem Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Bæjarleikhúsinu í Mosó. Hún vill lítið tjá sig um efnið, svo eldfimt er það. Upplýsir þó að það hverfist mest um systurnar Mörtu og Abbý sem virðist elskulegar og hlýjar persónur – en annað komi smátt og smátt í ljós. Ellefu leikarar taka þátt. „Blúndur og blásýra er farsi eftir Joseph Kesselring. Hann var fyrst settur upp á Broadway og Frank Capra gerði síðar fræga svarthvíta bíómynd eftir honum. Karl Ágúst gerði nýjustu íslensku þýðingu leikritsins, þá sem við notum,“ fræðir Guðný mig um. Hún segir hlutverkaskipan breytast í tímans rás. Til dæmis séu löggurnar í upphaflega verkinu skrifaðar fyrir karlmenn en Mosfellingar breyti þeim öllum í kvenlöggur.Guðný María leikstjóri segir gaman að vinna með jafn þjálfuðum áhugaleikurum og Leikfélag Mosfellssveitar hafi á að skipa.„Vestmannaeyingar frumsýndu Blúndur og blásýru degi á undan okkur og þar eru karlmenn í hlutverkum systranna. Ég fylgdist dálítið með því, því ég kenni leiklist í Borgarholtsskóla og einn af nemendum mínum þar er í stóru hlutverki í Eyjum.“ Guðný María segir grósku í Leikfélaginu í Mosfellssveit. „Það er eitt öflugasta áhugaleikhús á Íslandi. Ég er alin upp í Mosó og leikstarfsemin hefur alltaf verið stór hluti af menningarlífinu. Á síðustu árum hefur leikfélagið boðið upp á námskeið fyrir börn og unglinga, það skilar sér. Starfið er samt í pínu hættu núna því mér skilst að bæjarskipulagið vilji leikhúsið burt, sem er óskiljanlegt því nóg pláss er í Mosfellssveit. Þar er leikmunadeild sem er haldið vel utan um. Bæði stúlka sem hannaði sviðsmynd og önnur sem hannaði búninga eru með rætur hér og nýkomnar úr námi í Bretlandi í sínum greinum. Þannig að ég var með einvalalið,“ segir Guðlaug María sem sjálf lærði leikstjórn á Ítalíu. „Það var á annarri öld,“ segir hún hlæjandi. „En margir leikaranna í Mosó hafa sótt ótal námskeið og aðra fræðslu og eru með brennandi áhuga. Fólk í fullri vinnu en tilbúið að leggja á sig enn meiri vinnu sem er svo skemmtilegt við áhugaleikfélögin. Þar mætast allar stéttir samfélagsins, ekkert ólíkt og í kórastarfi.“ Næsta sýning á Blúndum og blásýru verður annað kvöld, 27. apríl, og svo verða sýningar á laugardögum fram eftir maí. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mosfellsbær Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Blúndur og blásýra er hrollvekjandi gamanverk á fjölum Bæjarleikhússins í Mosfellsbæ. Guðný María Jónsdóttir leikstýrir þar einum öflugasta áhugaleikhópi landsins. Þetta er svört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart. Hún er skrifuð 1939 en eldist vel. Ég held það sé vegna þess að þar á sér stað nokkuð sem öllum finnst vera óhugsandi,“ segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri þegar reynt er að toga upp úr henni eitthvað um leikritið Blúndur og blásýra sem Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Bæjarleikhúsinu í Mosó. Hún vill lítið tjá sig um efnið, svo eldfimt er það. Upplýsir þó að það hverfist mest um systurnar Mörtu og Abbý sem virðist elskulegar og hlýjar persónur – en annað komi smátt og smátt í ljós. Ellefu leikarar taka þátt. „Blúndur og blásýra er farsi eftir Joseph Kesselring. Hann var fyrst settur upp á Broadway og Frank Capra gerði síðar fræga svarthvíta bíómynd eftir honum. Karl Ágúst gerði nýjustu íslensku þýðingu leikritsins, þá sem við notum,“ fræðir Guðný mig um. Hún segir hlutverkaskipan breytast í tímans rás. Til dæmis séu löggurnar í upphaflega verkinu skrifaðar fyrir karlmenn en Mosfellingar breyti þeim öllum í kvenlöggur.Guðný María leikstjóri segir gaman að vinna með jafn þjálfuðum áhugaleikurum og Leikfélag Mosfellssveitar hafi á að skipa.„Vestmannaeyingar frumsýndu Blúndur og blásýru degi á undan okkur og þar eru karlmenn í hlutverkum systranna. Ég fylgdist dálítið með því, því ég kenni leiklist í Borgarholtsskóla og einn af nemendum mínum þar er í stóru hlutverki í Eyjum.“ Guðný María segir grósku í Leikfélaginu í Mosfellssveit. „Það er eitt öflugasta áhugaleikhús á Íslandi. Ég er alin upp í Mosó og leikstarfsemin hefur alltaf verið stór hluti af menningarlífinu. Á síðustu árum hefur leikfélagið boðið upp á námskeið fyrir börn og unglinga, það skilar sér. Starfið er samt í pínu hættu núna því mér skilst að bæjarskipulagið vilji leikhúsið burt, sem er óskiljanlegt því nóg pláss er í Mosfellssveit. Þar er leikmunadeild sem er haldið vel utan um. Bæði stúlka sem hannaði sviðsmynd og önnur sem hannaði búninga eru með rætur hér og nýkomnar úr námi í Bretlandi í sínum greinum. Þannig að ég var með einvalalið,“ segir Guðlaug María sem sjálf lærði leikstjórn á Ítalíu. „Það var á annarri öld,“ segir hún hlæjandi. „En margir leikaranna í Mosó hafa sótt ótal námskeið og aðra fræðslu og eru með brennandi áhuga. Fólk í fullri vinnu en tilbúið að leggja á sig enn meiri vinnu sem er svo skemmtilegt við áhugaleikfélögin. Þar mætast allar stéttir samfélagsins, ekkert ólíkt og í kórastarfi.“ Næsta sýning á Blúndum og blásýru verður annað kvöld, 27. apríl, og svo verða sýningar á laugardögum fram eftir maí.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mosfellsbær Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira