Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Ari Brynjólfsson skrifar 27. apríl 2019 07:00 Börnum á leikskólum borgarinnar hefur fækkað um rúmlega 700 á síðustu fjórum árum. Fréttablaðið/Anton Brink Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Samkvæmt tölum skóla- og frístundasviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur leikskólakennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykjavíkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leikskólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskólakennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórnendur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskólarnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur einnig bæta starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira