Innlent

Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi morðsins
Frá vettvangi morðsins TV2/Christoffer Robin Jensen
Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist.

Þetta staðfestir Jens Bernhard Herstad, lögfræðingur mannsins, í samtali við Vísi. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins á fertugum íslenskum karlmanni en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu.

„Bara stuttlega. Við höfum ekki rætt beint um málið en aðeins í kringum það. Hann hefur verið yfirheyrður af lögreglu og hann neitar að hafa átt einhvern þátt í málinu,“ segir Herstad aðspurður um það hvort hann hafi fengið tækifæri til að ræða við skjólstæðing sinn.

Mennirnir tveir eru í haldi lögreglu og segir Herstad að líklega muni lögregla fara fram á það við dómara eftir helgi að mennirnir tveir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Eru þeir báðir með stöðu grunaðs manns vegna málsins.

Sjá einnig: Baðst afsökunar á Facebook eftir morðið

Herstad reiknar með að ræða nánar við skjólstæðing sinn um málið á morgun en Herstad segir að túlkur þurfi að vera viðstaddur svo að þeir geti málin á ítarlegan hátt.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn myrti og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Herstad er lögmaður þess yngri.

Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáði sig um verknaðin og bað aðstandendur sína afsökunar.


Tengdar fréttir

Maður skotinn til bana í Finnmörk

Fertugur karlmaður var skotinn til bana í Mehamn í Norður-Noregi í nótt. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×