Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2019 18:45 Frá aðgerðum í Mehamn í morgun. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn voru samvinnuþýðir að sögn lögreglunnar. VG/Skjáskot Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56